Eftir storminn
EFTIR STORMINN
- FYRIR GIORGIONE.
Samklippur frá 1979 bera heitið EFTIR STORMINN eftir einni myndanna, sem er í grunninn prentuð mynd af verki Giorgiones.
Hugmyndin er að eftir storminn, er slitur og dót, dregið saman í nýja hugmynd og nýjan veruleika.
Mig minnir að þegar hugmyndin um sýninguna kom upp hjá Viktori, þá hafi hann beðið mig um að sýna gömul myndverk unnin á pappír. Ég fór því að grafa í gömlum kössum.
Ég fann líka gamla grafíkmöppu frá 1986, sem var prentuð í Þýskalandi. Ég kallaði hana SAGA AUGNABLIKANNA. Örsaga fylgdi með myndunum:
AUGU ÞEIRRA MÆTTUST, HANN Á HESTI Á LEIÐ NORÐUR, HÚN Í LESTINNI Á LEIÐ SUÐUR.
Þannig kviknar stormur hugans og við erum oftast að eiga við hann með einhverjum hætti.