Innrömmun og rammar

Studio Stafn

Hátún 6B
105 Reykjavík
552 4700

Rammar

Innrömmun
Studio Stafn býður upp á úrval rammaefnis fyrir málverk og önnur myndverk.

Langtímavernd listaverka felst í innrömmun með völdum efnum og réttum frágangi.

Í boði er glampafrítt gler með útfjólublárri vörn fyrir viðkvæm verk.

Við bjóðum upp á fjöbreitt úrval rammaefnis ásamt því að flytja inn ramma frá Frese & Sønner.

Rammarnir frá Frese & Sønner hafa hlotið margar alþjóðlegar viðurkenningar fyrir gæði og fegurð. Rammarnir eru pantaðir eftir máli og koma samsettir í þeirri stærð sem óskað er. Rammarnir eru með vatnsgyllingu og lagðir með 24 karata blaðgulli eða ekta blaðsilfri. Vinnsluferli þessarra ramma er samkvæmt miðaldahefð og hefur haldist óbreytt í aldaraðir. Afgreiðslufrestur er um fjórir mánuðir.