Forvarsla
Hafa samband
Forverðir Studio Stafns eru sérfræðingar í forvörslu listaverka og fornra muna sem ámálaðir eru á tré, striga og gifs.
Unnið er einungis með viðurkennd efni sem prófuð hafa verið af fagmönnum og hafa sannað gildi sitt í áratugi og jafnvel aldir. Strangar kröfur eru gerðar um að varðveita sem upprunalegasta ásýnd þeirra listaverka sem tekin eru til viðgerðar eða hreinsunar.
Studio Stafn tekur að sér vottun listaverka, í þeim tilvikum sem það er unnt. Í vottun felst að listaverk er rannsakað af forverði og í flestum tilfellum skoðað af listfræðingi, það ljósmyndað og skráð.
Eigandi og forstöðumaður Studio Stafns er Viktor Smári Sæmundsson forvörður.
Hann hefur langa reynslu sem forvörður og var deildarstjóri forvörslu- og viðgerðardeildar Listasafns Íslands í 16 ár.
Opið eftir samkomulagi
Sími : 552 4700
Veffang: studiostafn.is
Netfang: viktor (hjá) studiostafn.is