Uppspuni
Sýningin ,,Uppspuni" samanstendur af nýjum myndverkum spunnum upp úr gömlum marglesnum bókum.
,,Eftir síðustu sýningu mína á vaxbornum bókarkápum (Kjölfesta, 2012) blasti við mér mikill fjöldi kápulausra bóka. Mig langaði að spinna myndverk upp úr bókunum því litbrigði og eiginleikar hinna fjölmörgu pappírstegunda hafa jafnan heillað mig og oft skarta snið bókanna gyllingu, munstrum og litum. Prentsverta og leturgerð tala einnig sínu máli. Þessi pappírsverk tjá þakklæti mitt og ástarhug til bókarinnar, sem allt mitt líf hefur veitt mér innblástur og verið mér uppspretta þekkingar. Hvert og eitt verk er myndrænn uppspuni, flæði hughrifa úr heimi bóka og bókmennta."
Opnun 21.02.2015 kl. 15:00
Opnunartími: alla daga kl. 14-17
Sýningarlok 01.03.2015