VÖKUDRAUMAR

Örn Bragason
21/08/2014 - 07/09/2014
Mynd á boðskort_Örn Bragson.jpg

Opnuð verður sýning á tölvugrafíkverkum eftir Örn Bragason í Studio Stafni þann 21. ágúst kl. 17:00.
Örn er menntaður tilraunasálfræðingur með sérgrein í atferlisrannsóknum og hefur
hann stundað rannsóknir í Bandaríkjunum, Japan og Nýja Sjálandi.
Frá 2007 hefur Örn fengist við tölvugrafík sem hann
hefur unnið á Íslandi, Austurríki og Frakklandi. Grunnurinn í
tölvugrafík Arnar er stærðfræðilegs eðlis þar sem gullin sniðið
og skyld fyrirbæri leika stórt hlutverk. Einnig notar Örn
geometrískar fígúrur sem grunn að frekari úrvinnslu.
Sýningin stendur til 7. september.
Opnunartími er milli kl. 14-17:00, virka daga og laugardaga.

Dagsetningar: 
21/08/2014 - 07/09/2014