HLJÓÐ-LÍNA
Mörgum er kunnugt að Karl Kvaran hafði áhuga á tónlist og að geta notið hennar í sem fullkomnustu hljómgæðum. Með þessari sýningu er gefin kostur á að sjá og heyra. Sýnd verða hljómtæki sem að áliti margra fagmanna hafa verið talin með þeim betri í heimi á hverjum tíma. Elstu hljómtæki sýningarinnar eru frá árinu 1954.
Áhrifa tónlistar má lesa úr mörgum verka Karls Kvaran. Hann aðgreindi þó vinnu frá hlustun og vann ekki myndverk sín með hljómlist. Að hans mati voru þetta tveir heimar.
Myndverkin á sýningunni eru unnin í ýmiss efni: olíu, litkrít, blek, gvass og blýantur.
Á meðan á sýningunni stendur verður boðið upp á sérstaka áheyrnartíma á tækjum kl. 20-21:30, alla virka daga. Tímapantanir í síma 552 4700. Aðgangseyrir kr. 2.500.
Sýningin stendur til 30.03.2014 og er öllum opin til skoðunnar alla daga kl. 14-17.