MÁLVERK OG TEIKNINGAR

ÞORRI HRINGSSON
05/10/2013 - 20/10/2013
orri-Hringsson_Úr-Aðaldal_2013.jpg

Þorri Hringsson er fæddur í Reykjavík 1966 og hlaut listmenntun sína í Myndlistaskóla Reykjavíkur, Myndlista- og Handíðaskóla Íslands og Jan Van Eyck Akademíunni í Maastricht, Hollandi. Hann býr og starfar í Reykjavík og í Haga, Aðaldal, Suður Þingeyjarsýslu.

Þorri hefur tekið þátt í rúmlega 40 samsýningum víða um heim síðan 1987 og haldið tæplega 30 einkasýningar í Evrópu og á Íslandi síðan 1990. Hann hefur skrifað um vín og veitingahús í tímarit og bækur, gert myndasögur og gefið út, myndskreytt bækur og blöð ásamt því að skipuleggja sýningar. Kennt málun og módelteikningu í Myndlistaskóla Reykjavíkur frá 1992 og deildarstjóri málaradeildar 1999-2003. Verk hans eru í eigu opinberra safna og einkasafna á Íslandi og erlendis.

Sýningin í Studio Stafni stendur til sunnudagsins 20. október og er opin frá kl. 14.00-17.00 daglega.

Dagsetningar: 
05/10/2013 - 20/10/2013