Reunion

Aðalsteinn Stefánsson, Hjörtur Hjartarson og Þóroddur Bjarnason
27/04/2013 - 12/05/2013
Mynd-á-boðskort_Reunion_2013.jpg

Á sýningunni verða sýndar innsetningar og málverk.
Listamennirnir sýndu saman strax eftir að þeir útskrifuðust úr fjöltæknideild Myndlista – og handíðaskóla Íslands árið 1996 og endurtaka nú leikinn í „Reunion“ sýningu í Stúdíó Stafni.
Aðalsteinn Stefánsson er fæddur árið 1970. Hann útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1996 og síðar úr Danmarks Design Skole. Hann hefur síðan þá unnið jöfnum höndum við myndlist, leikmyndahönnun, vöruhönnun og hönnun lýsingar, bæði hér á landi og víða erlendis.
Verk Aðalsteins á sýningunni er innsetning sem unnin er útfrá lögmálum leikmyndahönnunar þar sem leikið er með rýmið.
Hjörtur Hjartarson er fæddur árið 1961. Hann útskrifaðist úr Myndlista – og handíðaskóla Íslands árið 1996 og frá Universitet de Granada 1997. Hann hefur sýnt verk sín hér á landi og erlendis og verk hans eru í eigu Hafnarborgar listasafns Hafnarfjarðar, og í einkasöfnum hér á landi og erlendis.
Verk Hjartar á sýningunni eru málverkin Blátt 1,2,3,4 og 5 en þau eru unnin undir áhrifum vatnslitaverka Turners frá Feneyjum, og Faxaflóanum.
Þóroddur Bjarnason er fæddur árið 1970. Hann útskrifaðist úr Myndlista - og handíðaskóla Íslands árið 1996 og frá CCA í Kitakyushu í Japan 1998. Hann hefur sýnt verk sín víða hér á landi og erlendis, m.a. í De Appel í Amsterdam, Galerie Bernd Klüser í Munchen og Akiyoshidai International Art Center, Yamaguchi.
Verk hans eru í eigu Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur ásamt því að vera í fjölmörgum einkasöfnum hér á landi og erlendis.
Verk Þórodds á sýningunni heitir Ísland skuldar 1.016 milljarða. Klöppum fyrir Íslandi.

Sýningin er opin alla daga kl. 14-17.
Frekari upplýsingar gefur Stúdíó Stafn í síma 552 4700

Dagsetningar: 
27/04/2013 - 12/05/2013