Ferðalag

Gunnar S. Magnússon
12/10/2012 - 21/10/2012
Draumadísin_kol-á-pappír_45x35cm.jpg

Studio Stafn heldur áfram kynningu á myndlist Gunnars S. Magnússonar með sýningu á kolateikningum og málverkum.
Á síðasta ári sýndi Studio Stafn geometriur eftir Gunnar S. og nú er komið að öðrum hluta þessarra sýninga.
Gunnar S. Magnússon er fæddur í Skerjafirði 1930. Hann byrjaði ungur í Handíða- og myndlistarskólanum og síðar Myndlistaskóla Reykjavíkur. Um miðbik síðustu aldar hélt hann til framhaldsnáms í myndlist við Statens Kunstakademi i Oslo, sem vann í anda hinna frjálsu akademíu í París. Nemendurnir unnu sjálfstætt að verkum sínum út frá lifandi modelum, en fengu reglulega kritik frá kennurum. Henri Matisse átti lærisvein við skólann, hinn þekkta norska málara Jean Heiberg. Hann var kennari Gunnars. Eftir þriggja ára nám í Noregi hélt Gunnar S. áfram námi í Frakklandi og á Spáni og vann að gerð vatnslitamynda á Ítalíu sem mörgum eru eftirmynnilegar.
Þegar Gunnar S. sneri heim til Íslands tók hann virkan þátt í listalífinu á Íslandi m.a. með opnun Sýningarsalarins við Hverfisgötu á sjötta áratugnum. Gunnar hefur ekki haldið margar sýningar á seinni árum, en verk eftir Gunnar eru í eigu helstu listasafna landsins. Í lok níunda áratugarins fór Gunnar að stunda ljósmyndun sem hefur vakið nokkra athygli. Þetta eru andlitsmyndir úr hinu daglega lífi. Hann kallar þessar myndir MYND DAGSINS. Samtímis hefur hann málað af þrótti, en lítið sýnt.

Sýningin er opin alla dag frá kl. 14:00 – 17:00 til 21. október.

Dagsetningar: 
12/10/2012 - 21/10/2012

Tengt efni:

Sýningar