Akvarellur

Hafsteinn Austmann
03/12/2011 - 10/12/2011
Stormur

Hafsteinn Austmann (1934) verður með desembersýningu Studio Stafns þetta árið.
Fáir núlifandi listmálarar á Íslandi hafa lagt jafn mikla rækt við vatnslitamálun og Hafsteinn Austmann og náð jafngóðum tökum á þeim miðli eins og raun ber vitni. Hafsteinn er meistari akvarellunnar og sýnir nú nýjar myndir sem hafa verið á sýningu í SAK Kunstbyggning í Danmörku frá sumarlokum. Á sýningunni verða að auki myndir frá ýmsum tímabilum allt aftur til upphafs sjötta áratugarins.
Hafsteinn Austmann fellur í hóp svokallaðrar annarar kynslóðar móderniskra málara, sem sótt hefur efnivið til fyrirrennara sinna en ávallt verið með tilraunir og nýsköpun í verkum sínum. Flokkast vatnslitaverk Hafsteins undir svokallað ,,exsperimental akvarell painting".
Verkin verða einungis sýnd dagan 3.-10. desember og er sýningin opin milli kl. 14:00-17:00

Dagsetningar: 
03/12/2011 - 10/12/2011