Úr einkasafni Ingibjargar Guðmundsdóttur og Sverris Sigurðssonar
Fyrsta sýning Studio Stafns í nýjum húsakynnum að Hátúni 6B verður úr glæsilegu einkasafni Ingibjargar Guðmundsdóttur og Sverris Sigurðssonar.
Opnun: 26.11.2016, kl. 15-17
Sýningarlok 11.12.2016
Opnunartíni kl. 14-18 virka daga, kl. 14-17 um helgar.
Til sýnis verða einstök verk eftir nokkra af öndvegislistamönnum síðustu aldar, þar á meðal Þorvald Skúlason, Gunnlaug Scheving, Guðmundu Andrésdóttur, Karl Kvaran, Jóhannes Jóhannesson og Hafstein Austmann. Öll höfðu þau mikil og mótandi áhrif á íslenska listasögu með sterkum stílbrigðum. Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sverrir Sigurðsson voru ötulir listaverkasafnarar sem höfðu sérstakan áhuga á óhlutbundinni myndlist.
Tilefni sýningarinnar er að sýna úrval af þeim gersemum sem safn Ingibjargar og Sverris hefur upp á að bjóða, ásamt því að kynna nýtt húsnæði Stúdíó Stafns. Einungis hluti verkanna verður til sölu.