Án titils

Jón Axel Björnsson
1985
Olía á striga
112 x 112 cm
Figuratíf
jonaxel_an-titils__olia-a-striga_1985_112x112cm_b.JPG

Jón Axel Björnsson hefur lengi vel notast við reglubundið myndefni í frásagnarlegum málverkum sínum, þar sem hægt er að sjá sterkar tengingar við trúarlegan táknmyndaheim, sem er þó samtímis mjög persónulegur. Geómetrían hefur þó alltaf verið skammt undan í verkum hans sem endurspeglast í nýlegum rannsóknum á formi pappakassa, þar sem hann fer alla leið í að rannsaka form og liti í verkum sem hafa beina skírskotun í strangflatarstíl frá miðri síðustu öld.

(Heimild: Auður Ava Ólafsdóttir. Tvær gular sólir, tvær svartar sólir. Jón Axel. Ritstjórn: Marteinn Viggósson. Reykjavík, 2008.)