Blonde Musicians

Birgir Snæbjörn Birgisson
2011 - 2014
Olía á vínyl umslög
31 x 31 cm
Figuratíf
0390_01_0.JPG

Birgir Snæbjörn Birgisson er hvað þekktastur fyrir að að endurvinna myndefni af þekktu fólki úr dægurmenningunni, með sérstakri áherslu á ljóshært kvenfólk. Í verkunum gefur hann viðfangsefnum sínum nýtt sjónarhorn og óvenjulegt yfirbragð, og endurvinnur myndefnið upp úr óhjákvæmilegri hlutgervingu menningarsögunnar á upplýsandi hátt.

Hann hefur meðal annars unnið með gamlar plötur ljóshærðra tónlistarkvenna, málað portrettmyndir af ljóshærðum hjúkrunarfræðingum, fegurðardrottningum og alþingismönnum.

Myndirnar hér eru úr seríunni Blonde Musicians, og er hver mynd sjálfstæð eining.

Heimild: Listasafn Árnesinga
Heimasíða listamanns